Erlent

Einn látinn og minnst tíu særðir í skotárás í Texas

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásarmannana er enn leitað
Árásarmannana er enn leitað Getty/iStock
Einn er látinn og minnst tíu eru særðir í skotárás sem átti sér stað á svæði milli borganna Odessa og Midland í Texasríki í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Devin Sanchez, talsmanni Odessaborgar, eru mögulega allt að tuttugu særðir. Þar af er einn lögreglumaður en óljóst er að svo stöddu hvort að hann sé særður eða látinn. Fréttamiðilinn CNN greinir frá þessu.

Árásarmannsins er enn leitað. Sanchez sagði að hann hafi keyrt í kringum verslunarmiðstöðvar og skotið á fólk úr bifreið sinni. Lögreglan í Midland hefur greint frá því á Facebook síðu embættisins að talið sé að um tvo árásarmenn sé að ræða á tveimur bifreiðum. Talið er að annar þeirra keyri um á litlum pallbíl og hinn sé á póstsendiferðabíl.

Yfirvöld hafa hvatt íbúa á svæðinu til að halda sig innandyra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.