Innlent

Skýr­ar­i verð­fram­setn­ing á Airbnb

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert nýtt samkomulag við Airbnb.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert nýtt samkomulag við Airbnb. Vísir/vilhelm
Á vef Neytendastofu er vakin athygli á fréttatilkynningu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem hefur verið gert við Airbnb. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar kemur fram að gert verði samkomulag við Airbnb um að farið verði að kröfum stjórnarinnar og neytendayfirvalda í Evrópu um að bæta upplýsingar um verð á vefsíðunni Airbnb.com.

Helstu breytingar sem verða á vefsíðunni eru meðal annars þær að neytendur sjái heildarverð á leitarniðurstöðu og enginn óvænt viðbótargjöld geti bæst við á síðari stigum kaupferilsins.

Airbnb er skylt að gera grein fyrir því hvort gisting sé sett á markað af einstaklingi eða aðila sem leigir húsnæði að atvinnu . Þá á vefsíðan að hafa hlekk þar sem vísað er til ef upp koma deilumál milli leigjenda og leigusala ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum um úrlausn deilumála.

Airbnb hefur nú þegar breytt skilmálum sínum um að neytendur geti sótt mál á hendur vefsíðunnar fyrir dómstólum í heimalandi sínu og neytendur hafa rétt á að lögsækja leigusala vegna hvers konar tjóns. Þá munu leigusalar skuldbinda sig að breyta ekki einhliða skilmálum sínum án þess að neytendum sé gert grein fyrir því fyrir fram og án þess að gefa þeim möguleika á að rifta leigusamningi.

Fréttatilkynningu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má lesa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.