Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 19:00 Ágústa Ýr (til vinstri) deildi upplifun sinni með fylgjendum sínum á Instagram. Þar kom fram að hún hitti söngkonunna baksviðs þar sem þær féllust í faðma. Vísir/Getty Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu nú á dögunum. Sýningin fór fram á tískuvikunni í New York sem haldin var hátíðlega dagana 6. til 14. september. Ágústa hefur verið búsett erlendis í þónokkur ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram. Hún lærði ljósmyndun við School of Visual arts í London og er á mála hjá umboðsskrifstofunni No Agency. View this post on InstagramSkrrrr get hit by a car guys & your dreams might true thank you @savagexfenty it was such a surreal experience tune into @amazonprimevideo tomorrow to watch this magical experience A post shared by agusta yr (@iceicebabyspice) on Sep 19, 2019 at 12:42pm PDT Mikið var lagt í tískusýninguna og komu listamenn á borð við Migos, Halsey, DJ Khaled, ASAP Ferg og Big Sean fram á sýningunni. Þar voru flíkur úr nýjustu línu söngkonunnar til sýnis, en línan ber heitið Fenty x Savage. Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og hefur henni verið hrósað fyrir fjölbreyttar fyrirsætur en söngkonan hefur áður lagt áherslu á það að hún vilji að allar konur geti klæðst hönnun sinni. Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu nú á dögunum. Sýningin fór fram á tískuvikunni í New York sem haldin var hátíðlega dagana 6. til 14. september. Ágústa hefur verið búsett erlendis í þónokkur ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram. Hún lærði ljósmyndun við School of Visual arts í London og er á mála hjá umboðsskrifstofunni No Agency. View this post on InstagramSkrrrr get hit by a car guys & your dreams might true thank you @savagexfenty it was such a surreal experience tune into @amazonprimevideo tomorrow to watch this magical experience A post shared by agusta yr (@iceicebabyspice) on Sep 19, 2019 at 12:42pm PDT Mikið var lagt í tískusýninguna og komu listamenn á borð við Migos, Halsey, DJ Khaled, ASAP Ferg og Big Sean fram á sýningunni. Þar voru flíkur úr nýjustu línu söngkonunnar til sýnis, en línan ber heitið Fenty x Savage. Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og hefur henni verið hrósað fyrir fjölbreyttar fyrirsætur en söngkonan hefur áður lagt áherslu á það að hún vilji að allar konur geti klæðst hönnun sinni.
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira