Erlent

Fyrsta messa frá bruna haldin í Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Erkibiskup Parísar, Michel Aupetit (Fyrir miðju) predíkaði í dag með öryggishjálm á höfði.
Erkibiskup Parísar, Michel Aupetit (Fyrir miðju) predíkaði í dag með öryggishjálm á höfði. Getty/Chesnot
Messa var í dag haldin í Vorrar frúar kirkju, Notre Dame, í París. Messan var sérstök fyrir þær sakir að um er að ræða fyrstu messuna sem haldin er í kirkjunni sögufrægu frá brunanum mikla sem olli miklum skemmdum á kirkjunni 15. apríl síðastliðinn. AP greinir frá.Erkisbiskup Parísarborgar, Michel Aupetit, predikaði fyrir þrjátíu messugesti en fjöldi messugesta var takmarkaður sökum aðstæðna. Ummerki brunans sáust greinilega og biskupinn var klæddur öryggishjálmi á meðan að á athöfninni stóð.Flestir messugesta voru prestar, meðhjálparar eða aðrir starfsmenn kirkjunnar en aðrir gátu fylgst með messunni í beinni útsendingu.Miklum fjárhæðum var lofað til endurbyggingar Notre Dame eftir brunann en greint var frá því í gær að fjársterku aðilarnir sem lofað hefðu útlátum hafi ekki staðið við stóru orðin en ekkert fjármagn hefur skilað sér.


Tengdar fréttir

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.