Innlent

Lögreglan lagði hald á mikið magn vopna

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðunum.
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðunum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra fóru í gær og lögðu hald á nokkurt magn vopna í húsi í Kjós. Vopnin voru í vörslu manns sem ekki var skráður fyrir þeim eða ekki voru skráð.

Sum vopnin sem lagt var hald á voru eftirlíkingar en ráðist var í aðgerðirnar eftir að ábending barst til lögreglu. Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar vegna sérþekkingar þeirra á vopnum.

Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Rannsókn er ekki lokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.