Sport

Suður-afrískur heimsmeistari lést 49 ára að aldri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chester Williams var goðsögn í rugby heiminum
Chester Williams var goðsögn í rugby heiminum vísir/getty
Suður-Afríku maðurinn Chester Williams, sem vann heimsmeistaratitilinn í ruðningi með Suður-Afríku árið 1995, er látinn 49 ára að aldri.

Fréttir bárust af því í dag að Williams hefði fallið frá vegna hjartaáfalls. Í tilkynningu frá suður-afríska ruðningssambandinu segir að Williams hafi virst við góða heilsu, enda enn ungur að aldri.

Williams var eini svarti maðurinn í sigurliði Suður-Afríku frá HM 1995. Þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan hafi verið lögð niður á þeim tíma þá var ruðningur enn íþrótt hvíta mannsins í huga flestra í Suður-Afríku og Williams var brautryðjandi í því að breyta þeirri ímynd íþróttarinnar.

„Chester var frumkvöðull fyrir ruðningsíþróttina í Suður-Afríku,“ sagði í tilkynningu Mark Alexander, formanns suður-afríska sambandsins.

„Hann var mjög ástríðufullur og gaf mikið af sér til íþróttarinnar eftir að hann hætti að spila. Hann spilaði með hugrekki og var leiðarljós fyrir samfélagið.“

Williams vann við þjálfun eftir að hann hætti að spila árið 2011

Williams er fjórði leikmaðurinn úr sigurliðinu frá 1995 sem fellur frá, en James Small lést aðeins fyrir aðeins tveimur mánuðum, einnig eftir hjartaáfall.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.