Gabriel Jesus með þrennu í öruggum sigri Man. City | Atalanta í 16-liða úr­slit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus fagnar marki í kvöld.
Jesus fagnar marki í kvöld. vísir/getty

Gabriel Jesus var funheitur er Manchester City vann 4-1 sigur á Dinamo Zagreb í lokaumferð C-riðilsins í Meistaradeild Evrópu en leikið var í Króatíu.City var fyrir leikinn komið áfram en Zagreb barðist um að fylgja City upp úr riðlinum. Heimamenn komust yfir á 10. mínútu er Daniel Olmo skoraði en Gabriel Jesus jafnaði metin á 34. mínútu.City gekk svo á lagið í síðari hálfleik. Jesus skoraði annað mark sitt á 50. mínútu og fjórum mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Phil Foden bætti við fjórða markinu á 84. mínútu.

Ítalska liðið Atalanta fylgir City upp úr riðlinum í 16-liða úrslitin en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur á Shaktar Donetsk á útivelli.Staðan var markalaus þangað til á 68. mínútu en Timothy Castagne, Mario Pasalic og Robin Gosens skoruðu mörkin. Heimamenn í Shaktar fengu rautt spjald á 77. mínútu.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.