Innlent

Bein út­sending: Opinn fundur OR um kol­efnis­bindingu

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 16:15 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi.
Fundurinn hefst klukkan 16:15 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. vísir/vilhelm

Orkuveita Reykjavíkur stendur í dag fyrir opnum fræðslu- og upplýsingafundi um CarbFix kolefnisbindingaraðferðina. Fundurinn hefst klukkan 16:15 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu að neðan.

Á heimasíðu OR segir að aðgerðinni hafi verið beitt með afar árangursríkum hætti við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar undanfarin ár.

„Stjórnendur og vísindafólk fyrirtækjanna og Háskóla Íslands munu þar segja frá sögu verkefnisins, árangri þess og hvert er stefnt. Lagt hefur verið til að stofna sérstakt fyrirtæki um aðferðina til að sem flestir getir nýtt sér hana. Þá ávarpar sendiherra Evrópusambandsins hér á landi fundinn, en þetta alþjóðlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefni hefur notið talsverðra styrkja úr vísindaáætlunum sambandsins.“

Dagskrá fundarins

Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur OR-samstæðan og loftslagsmálin; markmið og leiðir

Edda Sif Pind Aradóttirm, verkefnisstjóri CarbFix Hvernig hugmynd varð að veruleika

Sigurður Reynir Gíslason prófessor hjá Jarðvísindastofnun HÍ Kolefnishringrás Jarðar og CarbFix

Bergur Sigfússon verkefnisstjóri GECO Hvert er CarbFix að þróast?

Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra Orku náttúrunnar Hvernig hafa 13 milljarðar sparast?

Michael Mann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi Vísindasamstarfið og ESB

Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR verður fundarstjóri Umræður, spurningar og svörAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.