Sport

Í beinni í dag: Bar­áttan um brúna, United og erki­fjenda­slagur í Domin­os

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, Pavel Ermolinskij og Viktor Fischer verða á skjám landsmanna í dag.
Ole Gunnar Solskjær, Pavel Ermolinskij og Viktor Fischer verða á skjám landsmanna í dag. vísir/getty

Fimmtudagskvöld eru yfirleitt góð kvöld á sportrásum Stöðvar 2 og 12. desember er þar engin undantekning.Evrópudeildin er á sínum stað í kvöld eins og flest önnur fimmtudagskvöld en Manchester United mætir AZ Alkmaar á heimavelli. Bæði lið eru komin áfram í næstu umferð en Albert Guðmundsson er enn meiddur.
Arsenal spilar við Standard Liege á útivelli og Astana mætir Partizan Belgrad á útivelli en Rúnar Már Sigurjónsson og hans menn eru á botni riðilsins.

FCK og Malmö mætast í úrslitaleik B-riðilsins um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en slagur liðanna er oftar en ekki nefndur baráttan um brúna.
KR og Valur mætast svo í Dominos-deild karla en erkifjendurnir mætast í Vesturbænum. Pavel Ermolinskij mætir því á sinn gamla heimavöll en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.

Allar beinu útsendingarnar á næstu dögum má sjá hér.

Beinar útsendingar:
17.45 FCK-Malmö (Stöð 2 Sport)
17.45 Standard Liege - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
19.05 KR - Valur (Stöð 2 Sport 3)
19.50 Man. United - AZ Alkmaar (Stöð 2 Sport)
19.50 Partizan Belgrad - Astana (Stöð 2 Sport 2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.