Sport

Í beinni í dag: Bar­áttan um brúna, United og erki­fjenda­slagur í Domin­os

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, Pavel Ermolinskij og Viktor Fischer verða á skjám landsmanna í dag.
Ole Gunnar Solskjær, Pavel Ermolinskij og Viktor Fischer verða á skjám landsmanna í dag. vísir/getty

Fimmtudagskvöld eru yfirleitt góð kvöld á sportrásum Stöðvar 2 og 12. desember er þar engin undantekning.



Evrópudeildin er á sínum stað í kvöld eins og flest önnur fimmtudagskvöld en Manchester United mætir AZ Alkmaar á heimavelli. Bæði lið eru komin áfram í næstu umferð en Albert Guðmundsson er enn meiddur.







Arsenal spilar við Standard Liege á útivelli og Astana mætir Partizan Belgrad á útivelli en Rúnar Már Sigurjónsson og hans menn eru á botni riðilsins.

FCK og Malmö mætast í úrslitaleik B-riðilsins um sæti í 32-liða úrslitum keppninnar en slagur liðanna er oftar en ekki nefndur baráttan um brúna.





KR og Valur mætast svo í Dominos-deild karla en erkifjendurnir mætast í Vesturbænum. Pavel Ermolinskij mætir því á sinn gamla heimavöll en Íslandsmeistararnir hafa tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.

Allar beinu útsendingarnar á næstu dögum má sjá hér.

Beinar útsendingar:

17.45 FCK-Malmö (Stöð 2 Sport)

17.45 Standard Liege - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)

19.05 KR - Valur (Stöð 2 Sport 3)

19.50 Man. United - AZ Alkmaar (Stöð 2 Sport)

19.50 Partizan Belgrad - Astana (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×