Innlent

Kjör­staðir opnaðir í Bret­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma.
Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Getty

Bretar ganga að kjörborðinu í dag en þetta eru þriðju þingkosningarnar á minna en fimm ára tímabili. Þá er þetta í fyrsta sinn í nær hundrað ár sem kosið er í landinu í desembermánuði.Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í 650 kjördæmum en í Bretlandi er notast við svokölluð einmenningskjördæmi, þannig að kjördæmin eru jafnmörg fulltrúunum á þinginu.Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Þá hefst talning atkvæða og búist er við því að úrslitin verði að mestu ljós snemma á föstudagsmorgun.Baráttan stendur að mestu á milli Íhaldsflokksins með Boris Johnson forsætisráðherra í broddi fylkingar og Verkamannaflokksins þar sem Jeremy Corbyn fer fremstur í flokki.Flestar kannanir hafa hingað til bent til sigurs íhaldsmanna en eftir því sem nær hefur dregið kjördegi hefur það bil minnkað umtalsvert.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar

Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur.

Segir Boris Johnson ljúga um Brexit

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.