Innlent

Kjör­staðir opnaðir í Bret­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma.
Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Getty

Bretar ganga að kjörborðinu í dag en þetta eru þriðju þingkosningarnar á minna en fimm ára tímabili. Þá er þetta í fyrsta sinn í nær hundrað ár sem kosið er í landinu í desembermánuði.

Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í 650 kjördæmum en í Bretlandi er notast við svokölluð einmenningskjördæmi, þannig að kjördæmin eru jafnmörg fulltrúunum á þinginu.

Kosið er í Englandi, Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi og lokar kjörstöðum klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Þá hefst talning atkvæða og búist er við því að úrslitin verði að mestu ljós snemma á föstudagsmorgun.

Baráttan stendur að mestu á milli Íhaldsflokksins með Boris Johnson forsætisráðherra í broddi fylkingar og Verkamannaflokksins þar sem Jeremy Corbyn fer fremstur í flokki.

Flestar kannanir hafa hingað til bent til sigurs íhaldsmanna en eftir því sem nær hefur dregið kjördegi hefur það bil minnkað umtalsvert.


Tengdar fréttir

Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar

Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur.

Segir Boris Johnson ljúga um Brexit

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.