Fótbolti

Arnór og fé­lagar þurftu lög­reglu­fylgd úr búnings­klefanum eftir að hafa fallið niður um deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór er hann gekk í raðir Lilleström.
Arnór er hann gekk í raðir Lilleström. mynd/lilleström

Arnór Smárason og félagar hans í Lilleström féllu niður í norsku B-deildina í gær eftir ótrúlegan leik gegn Start í siðari umsspilsleik liðanna.Lilleström tapaði fyrri leiknum 2-1 en var komið í góða stöðu á heimavelli er þeir leiddu 4-0 eftir rúma klukkstund. Þá fór hins vegar allt í baklás og Start fór í úrvalsdeildina á fleiri skoruðum mörkum á útivelli.Allt ætlaði um koll að keyra eftir leikinn en stuðningsmenn Lilleström eru ekki þekktir fyrir að kalla allt ömmu sína.

Nokkrir þeirrra voru vel æstir eftir leikinn og þurftu leikmenn Lilleström bæði lögreglufylgd inn í búningsklefann eftir leikinn og einnig út af vellinum eftir leikinn.Myndbönd af því má sjá bæði hér.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.