Endur­koma hjá Arsenal og Arnór Ingvi á­fram | Öll úr­slit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal á liðsmynd fyrir leikinn í dag.
Leikmenn Arsenal á liðsmynd fyrir leikinn í dag. vísir/getty

Arsenal verður í pottinum er dregið verður í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á mánudaginn en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Standard Liege á útivelli í síðustu umferð riðakeppninnar.

Freddie Ljungberg vann sinn fyrsta leik með Arsenal er liðið hafði betur gegn West Ham á mánudagskvöldið en hann hreyfði mikið við liðinu í Belgíu í dag.







Markalaust var í hálfleik en Samuel Bastien og Selim Amallah komu Standard í 2-0. Alexandre Lacazette minnkaði mninn á 81. mínútu eftir stoðsendingu Bukayo Saka og Saka jafnaði svo sjálfur metin á 81. mínútu.

Lokatölur 2-2 en Eintracht Frankfurt fylgir Arsenal upp úr riðlinum þrátt fyrir að hafa tapað gegn Vitoria de Guimares á heimavelli 3-2.







Arnór Ingvi Traustason átti stóran þátt í marki Malmö sem vann 1-0 sigur á FCK á útivelli í kvöld. Arnór skallaði þá fyrirgjöf í bakið á Sotirios Papagiannopoulos, varnarmanni FCK, og í netið. Lokatölur 1-0.

Lugano gerði sér lítið fyrir og vann Dynamo Kiev í Úkraínu sem gerir það að verkum að bæði FCK og Malmö eru komin áfram í 32-liða úrslitin.







Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahóp Krasnodar sem tapaði 3-0 á útivelli fyrir Getafe.

Krasnodar er því úr leik en Getafe og Basel fara upp úr C-riðlinum.

Öll úrslit dagsins:

*Liðin sem eru feitletruð eru komin áfram í 32-liða úrslitin

A-riðill:

APOEL - Sevilla 1-0

Qarabag - Dudelange 1-1

B-riðill:

Dynamo Kiev - Lugano 1-1

FCK - Malmö 0-1

C-riðill:

Basel - Trabzonspor 2-0

Getafe - Krasnodar 3-0

D-riðill:

Lask - Sporting 3-0

PSV - Rosenborg 1-1

E-riðill:

CFR Cluj - Celtic 2-0

Rennes - Lazio 2-0

F-riðill:

Eintracht Frankfurt - Vitoria 2-3

Standard Liege - Arsenal 2-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira