Sport

Tiana Ósk setti nýtt Íslandsmet í San Diego

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiana Ósk Whitworth.
Tiana Ósk Whitworth. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands

Íslandsmet féll á bandarískri grundu um síðustu helgi á Red-Black Summer Nights All-Comers frjálsíþróttamótinu í Kaliforníu.

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth steig stórt skref í haust þegar hún hóf nám við San Diego State University í Bandaríkjunum.

Tiana Ósk er byrjuð að keppa fyrir skólann sinn og metin eru farin að falla.

Tiana Ósk keppti um síðustu helgi á sterku móti í 60 metra hlaupi, 150 metra hlaupi og 4×400 metra hlaupi utanhúss.

60 metra hlaup og 150 metra hlaup utanhúss eru ekki hefðbundnar keppnisgreinar en samt sem áður eru til skráð Íslandsmet í þeim greinum.

Í 60 metra hlaupinu kom Tiana önnur í mark á 7,64 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Vindur í hlaupinu var 0,0 m/s. Fyrra metið var 7,68 sekúndur sem Hafdís Sigurðardóttir setti árið 2013.

Tiana Ósk á einnig Íslandsmetið í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttir en þær hafa báðar hlaupið á 7,47 sekúndum.

Í 150 metra hlaupinu varð Tiana Ósk þriðja á 17,92 sekúndum í 1,7 m/s meðvindi. Í 4×400 metra boðhlaupi var Tiana hluti af sveit sem varð í öðru sæti á 3:49,60 sekúndum.

i Ósk setti persónulegt met í 150 metra hlaupinu en það er ekki hægt að finna skráð Íslandsmet í 150 metra hlaupi á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.