Sport

Ein grein á ÓL í París 2024 fer fram í fimmtán þúsund km fjarlægð frá París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conan Hayes í keppni fyrir utan Teahupo'o á Tahítí.
Conan Hayes í keppni fyrir utan Teahupo'o á Tahítí. Getty/Aaron Chang

Parísarbúar munu halda Sumarólympíuleikana eftir tæp fimm ár en sumir keppendur munu þó aldrei koma nálægt Parísarborg.

Forráðamenn Ólympíuleikanna í París 2024 hafa tilkynnt að þeir ætla að hafa keppni á brimbrettum á Tahítí í Frönsku Pólynesíu. Franska Pólýnesía er franskt yfirráðasvæði í Suður-Kyrrahafi.

Tahítí hafði betur í baráttunni við strendur í suðvestur Frakklandi og strendur á Brittany skaga.  


Þetta þýðir að keppnin á brimbrettum mun fara í fimmtán þúsund kílómetra fjarlægð frá Parísarborg. Það tekur 22 tíma að fljúga þangað frá París og klukkan á Tahítí er tíu tímum á eftir klukkunni í Frakklandi.

Það er því ljóst að keppendur á brimbrettum á ÓL 2024 munu ekki ferðast til París til að vera hluti af Setningarhátíðinni eða lokahátíðinni.

Keppnisstaðurinn á Tahítí er í bænum Teahupo'o en það er þekktur brimbrettastaður og þar er reglulega keppt í heimsbikarnum. Öldurnar út fyrir Teahupo'o eru taldar vera í hópi þeirra stærstu í heimi.

Það fylgir reyndar sögunni að Alþjóða Ólympíunefndin á eftir að samþykkja þennan keppnisstað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.