Innlent

Vottar fyrir heita­vatns­leysi í efri byggðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður kalt í höfuðborginni næstu daga.
Það verður kalt í höfuðborginni næstu daga. Vísir/vilhelm

Veitur biðla til borgarbúa að fara sparlega með heitt vatn í dag. Mikið álag sé nú á hitaveitunni enda frost á höfuðborgarsvæðinu og það á aðeins eftir að aukast næstu daga. Fréttastofa fékk ábendingu frá lesenda um að þrýstingur heita vatnsins væri búinn að lækka svo mikið að það væri orðið heitavatnslaust í efri byggðum Breiðholts.Það kemur heim og saman við orðsendingu frá Veitum, sem birtist á heimasíðu þeirra í hádeginu. Þar segir að farið sé að „bera á lækkun á þrýstingi,“ sérstaklega í þeim hverfum sem standa hátt og á efstu hæðum hárra bygginga.Sjá einnig: Tveggja stafa frost í kortunum„Í svona tíð er mikilvægt að allir notendur hitaveitunnar fari vel með heita vatnið; láti ekki renna í heita potta, hafi glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að halda hitanum inni,“ segir í orðsendingunni.Vísir reyndi að ná tali af Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, vegna málsins en án árangurs.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.