Innlent

Vottar fyrir heita­vatns­leysi í efri byggðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður kalt í höfuðborginni næstu daga.
Það verður kalt í höfuðborginni næstu daga. Vísir/vilhelm

Veitur biðla til borgarbúa að fara sparlega með heitt vatn í dag. Mikið álag sé nú á hitaveitunni enda frost á höfuðborgarsvæðinu og það á aðeins eftir að aukast næstu daga. Fréttastofa fékk ábendingu frá lesenda um að þrýstingur heita vatnsins væri búinn að lækka svo mikið að það væri orðið heitavatnslaust í efri byggðum Breiðholts.

Það kemur heim og saman við orðsendingu frá Veitum, sem birtist á heimasíðu þeirra í hádeginu. Þar segir að farið sé að „bera á lækkun á þrýstingi,“ sérstaklega í þeim hverfum sem standa hátt og á efstu hæðum hárra bygginga.

Sjá einnig: Tveggja stafa frost í kortunum

„Í svona tíð er mikilvægt að allir notendur hitaveitunnar fari vel með heita vatnið; láti ekki renna í heita potta, hafi glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að halda hitanum inni,“ segir í orðsendingunni.

Vísir reyndi að ná tali af Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, vegna málsins en án árangurs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.