Innlent

Tveggja stafa frost í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frostið er ekki á förum.
Frostið er ekki á förum. Vísir/Vilhelm

Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga. Meðan áfram er jafn kalt í veðri aukast líkurnar á því jólin verði hvít, að sögn veðurfræðings.

Landsmenn mega búast við norðlægri átt, 5 til 13 m/s, en ætla má að það muni hvessa á suðausturhorninu síðdegis á morgun eða annað kvöld.

Veðurstofan áætlar að næstu vikuna verði lengst af éljagangur fyrir norðan og austan. Þó er ekki útilokað að ofankoman muni falla í formi snjókomu, einum á sunnudag. Það verður þó yfirleitt þurrt sunnantil á landinu en líkur á stöku éljum af og til.

Þá má búast við töluverðu frosti næstu daga, sem þó verður mildast við ströndina. Þannig má áætla að frostið verið á bilinu 4 til 15 stig í dag og kaldast inn til landsins. Veðurstofan segist þó gera ráð fyrir að það muni hlýna í næstu viku og gæti hitinn jafnvel farið upp undir frostmark við ströndina. „Á meðan ekki þiðnar aukast líkurnar á hvítum jólum,“ bætir veðurfræðingur við.

Hér neðst í fréttinni má sjá hvernig veðrið þróast næstu daga.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og stöku él með N-ströndinni, annars víða bjart. Frost 3 til 15 stig, mildast við ströndina.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s með ofankomu N- og A-til, en þurrt S-lands. Minnkandi frost.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustlæga átt með éljum við N- og A-ströndina, en annars yfirleitt þurrt. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsinsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.