Sport

Brady skoraði á Lamar í kapphlaup

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Lamar fyrr í vetur.
Brady og Lamar fyrr í vetur. vísir/getty

Hægasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Tom Brady, var léttur er hann horfði á leik Baltimore og NY Jets síðustu nótt þar sem fljótasti leikstjórnandi deildarinnar, Lamar Jackson, var í stuði.Jackson fór mikinn og bætti met Michael Vick yfir flesta hlaupajarda leikstjórnanda á einu tímabili. Það sem meira er þá eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu.

Brady hefur aðeins hlaupið 1.035 jarda á öllum ferlinum sem er minna Lamar hefur hlaupið bara í vetur.Þessi áskorun Brady er augljóslega lauflétt grín hjá húmoristanum annálaða en hann stingur upp á því að spretturinn fari fram á grasi og Lamar verði á hjólaskautum.

Tengd skjöl

NFL

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.