Sport

Brady skoraði á Lamar í kapphlaup

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady og Lamar fyrr í vetur.
Brady og Lamar fyrr í vetur. vísir/getty

Hægasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Tom Brady, var léttur er hann horfði á leik Baltimore og NY Jets síðustu nótt þar sem fljótasti leikstjórnandi deildarinnar, Lamar Jackson, var í stuði.

Jackson fór mikinn og bætti met Michael Vick yfir flesta hlaupajarda leikstjórnanda á einu tímabili. Það sem meira er þá eru enn tveir leikir eftir af tímabilinu.


Brady hefur aðeins hlaupið 1.035 jarda á öllum ferlinum sem er minna Lamar hefur hlaupið bara í vetur.

Þessi áskorun Brady er augljóslega lauflétt grín hjá húmoristanum annálaða en hann stingur upp á því að spretturinn fari fram á grasi og Lamar verði á hjólaskautum.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.