Lífið

Auðunn og Rakel skírðu soninn

Sylvía Hall skrifar
Auðunn og Rakel eru glæsileg saman.
Auðunn og Rakel eru glæsileg saman. Instagram

Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Theodór Sverrir Blöndal og birtir Auðunn mynd af syninum ásamt þeim Sverri Bergmann söngvara og Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa, á Instagram.

„Sverrir Bergmann, Sverrir Þór Sverrisson og Theodór SVERRIR Blöndal! Það er eins og þetta par hafi verið að ættleiða hann,“ skrifar Auðunn við myndina á Instagram þar sem má sjá þá félaga alsæla með nýja liðsmanninn í Sverris-genginu.

 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) onAuðunn var gestur Einkalífsins á Vísi í síðustu viku og tjáði sig um nýja hlutverkið. Hann sagðist njóta þess að vera pabbi og það hafi verið ótrúleg tilfinning að fá soninn í hendurnar í fyrsta sinn.

Sjá einnig: Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

„Það er gaman að vera orðinn faðir og eiginlega bara ótrúlega. Hann er alveg geggjaður, en svolítið erfiður á nóttinni og er með einhverja magakveisu,“ segir Auðunn í þættinum.

„Ég fór bara að gráta þegar ég hélt þarna á honum. Þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei.“

Drengurinn kom í heiminn þann 14. nóvember og greindi Auðunn frá því á Instagram á sínum tíma að hann væri hamingjusamasti pabbi landsins, þó hann væri ekki svo viss um að hann væri sá elsti.


Tengdar fréttir

„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því.

Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.