Sport

Í beinni í dag: Stórleikur í Hleðsluhöllinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bæði FH og Selfoss þurfa á sigri að halda
Bæði FH og Selfoss þurfa á sigri að halda vísir/vilhelm
Tólftu umferð Olísdeildar karla líkur í kvöld með hörkuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Íslandsmeistararnir taka á móti FH í leik sem bæði lið þurfa að vinna til þess að hellast ekki of langt aftur úr lestinni í toppbaráttunni. Fyrir leikinn eru þau sex og sjö stigum á eftir toppliði Hauka.Umferðin verður svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport þar sem Henry Birgir Gunnarsson mætir aftur til leiks eftir að hafa verið í menningarferð um síðustu helgi.Þá er stór leikur í ensku Championship deildinni þegar Preston North End tekur á móti West Bromwich Albion. WBA getur farið á topp deildarinnar með sigri á meðan PNE fer upp í fjórða sætið nái þeir að sigra.Beinar útsendingar í kvöld:

19:15 Selfoss - FH, Sport

19:40 PNE - West Brom, Sport 2

21:20 Seinni bylgjan, Sport

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.