Sport

Í beinni í dag: Stórleikur í Hleðsluhöllinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bæði FH og Selfoss þurfa á sigri að halda
Bæði FH og Selfoss þurfa á sigri að halda vísir/vilhelm

Tólftu umferð Olísdeildar karla líkur í kvöld með hörkuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslandsmeistararnir taka á móti FH í leik sem bæði lið þurfa að vinna til þess að hellast ekki of langt aftur úr lestinni í toppbaráttunni. Fyrir leikinn eru þau sex og sjö stigum á eftir toppliði Hauka.

Umferðin verður svo gerð upp í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport þar sem Henry Birgir Gunnarsson mætir aftur til leiks eftir að hafa verið í menningarferð um síðustu helgi.

Þá er stór leikur í ensku Championship deildinni þegar Preston North End tekur á móti West Bromwich Albion. WBA getur farið á topp deildarinnar með sigri á meðan PNE fer upp í fjórða sætið nái þeir að sigra.

Beinar útsendingar í kvöld:
19:15 Selfoss - FH, Sport
19:40 PNE - West Brom, Sport 2
21:20 Seinni bylgjan, SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.