Lífið

Leikkona úr þáttunum Will og Grace er látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Shelley Morrison lést í gær.
Shelley Morrison lést í gær. vísir/getty
Bandaríska leikkonan Shelley Morrison, sem gerði gerðinn frægan fyrir að leika í þáttunum Will og Grace, lést í Los Angeles í gær. Þetta staðfestir umboðsmaður leikkonunnar í samtali við bandaríska fjölmiðla. Hún varð 83 ára gömul.

Leikferill Morrison spannaði um fimm áratugi, en hún er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem húshjálpin Rosario Salazar frá El Salvador í Will og Grace.

Persónan var upphaflega aðeins skrifuð inn fyrir einn þátt en Salazar varð svo vinsæl að hún var á endanum í alls 68 þáttum.

Morrison lést á Cedars-Sinai-spítalanum í Los Angeles. Hjarta hennar gaf sig eftir stutt veikindi.

Leikkonan Megan Mullally, sem lék Karen Walker í Will og Grace, minntist Morrison á Twitter en Salazar var húshjálp Walker í þáttunum.

Aðalstjörnur þáttanna, þau Eric McCormack og Debra Messing minntust Morrison einnig á samfélagsmiðlum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.