Lífið

Leikkona úr þáttunum Will og Grace er látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Shelley Morrison lést í gær.
Shelley Morrison lést í gær. vísir/getty

Bandaríska leikkonan Shelley Morrison, sem gerði gerðinn frægan fyrir að leika í þáttunum Will og Grace, lést í Los Angeles í gær. Þetta staðfestir umboðsmaður leikkonunnar í samtali við bandaríska fjölmiðla. Hún varð 83 ára gömul.

Leikferill Morrison spannaði um fimm áratugi, en hún er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem húshjálpin Rosario Salazar frá El Salvador í Will og Grace.

Persónan var upphaflega aðeins skrifuð inn fyrir einn þátt en Salazar varð svo vinsæl að hún var á endanum í alls 68 þáttum.

Morrison lést á Cedars-Sinai-spítalanum í Los Angeles. Hjarta hennar gaf sig eftir stutt veikindi.

Leikkonan Megan Mullally, sem lék Karen Walker í Will og Grace, minntist Morrison á Twitter en Salazar var húshjálp Walker í þáttunum.

Aðalstjörnur þáttanna, þau Eric McCormack og Debra Messing minntust Morrison einnig á samfélagsmiðlum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.