Innlent

Bein útsending: Baráttan gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stafrænt kynferðisofbeldi er meðal annars þegar nektarmyndir eru sendar manna á milli.
Stafrænt kynferðisofbeldi er meðal annars þegar nektarmyndir eru sendar manna á milli. Getty Images

Tveggja daga ráðstefna um baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi fer fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 5. desember og föstudaginn 6. desember. Fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og Hollands sækja ráðstefnuna heima en markmiðið er að koma á vettvangi til að geta hjálpast að í baráttunni.

Dagskráin hefst með ávarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra klukkan 9:30. Í framhaldinu taka til máls sérfræðingar frá Norðurlöndunum auk fulltrúa lögreglu, ríkissaksóknara og héraðssaksóknara.

Streymt verður beint frá ráðstefnunni og má sjá streymið hér að neðan. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.