Sport

Veðjaði á móti eigin liði og tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh Shaw.
Josh Shaw. Getty/David Buchan
Josh Shaw, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í rúmlega eins árs bann frá NFL-deildinni eftir að upp komst um að hann hefði veðjað á leiki í deildinni.Josh Shaw má ekki spila í deildinni á ný fyrr en í fyrsta lagi á 2021 tímabilinu. Hann er því í banni út þetta tímabil og líka það næsta.Josh Shaw gerði eins árs samning við Arizona Cardinals í mars en þetta er hans fimmta tímabil í NFL-deildinni.  Shaw spilaði áður með Cincinnati Bengals (2015–2018), Kansas City Chiefs (2018) og Tampa Bay Buccaneers (2018).ESPN hefur nú grafið það upp að Josh Shaw veðjaði líka á leiki síns eigins liðs, Arizona Cardinals.Josh Shaw náði ekki að spila deildarleik með Arizona Cardinals liðinu því hann hefur verið á meiðslalistanum síðan í lok ágúst. Hann freistaðist til að veðja á sitt eigið lið í nóvember hjá Caesars sportsbook í Las Vegas samkvæmt frétt ESPN.Shaw veðjaði meðal annars á útkomu seinni hálfleiksins í leik Arizona Cardinals og Tampa Bay Buccaneers sem eru einmitt núverandi og fyrrverandi lið hans.Tampa Bay Buccaneers voru 17-13 yfir í hálfleik og Josh Shaw veðjaði að Buccaneers liðið myndi líka vinna seinni hálfleikinn. Svo fór þó ekki því Arizona Cardinals vann hann með einu.Arizona Cardinals tapaði samt leiknum og Josh Shaw tapaði veðmálinu en það snérist einnig um úrslit í seinni hálfleik á tveimur öðrum leikjum í deildinni.NFL tekur mjög hart á þátttöku leikmanna í veðmálum með úrslit í deildinni sem sést vel á þessari hörðu refsingu. Josh Shaw viðurkenndi strax brot sín og vann með rannsakendum en fékk engu að síður eins og hálfs árs bann frá NFL-deildinni.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.