Sport

Anton Sveinn í úrslit í 100 metra bringusundi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
MYND/SSÍ/SIMONE CASTROVILLARI

Anton Sveinn McKee er kominn í úrslit í 100 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow.

Anton var fyrstur eftir fyrri 50 metrana í riðli 1 en endaði að lokum í 4. sæti. Hann synti á 57,35 sekúndum. Þetta er fyrsta sundið á EM þar sem Anton setur ekki Íslandsmet.

Anton var með áttunda besta tímann í undanúrslitunum. Hann syndir í úrslitum á morgun. Ilya Shymanovich frá Hvíta-Rússlandi var með besta tímann, 55,89 sekúndur, sem er jafnframt nýtt Evrópumet.

Í undanrásunum í morgun synti Anton á 57,21 sekúndu og setti Íslandsmet. Hann var með annan besta tímann í undanrásunum. Anton hefur alls sett sex Íslandsmet á EM.

Anton hefur komist í úrslit í öllum þremur greinunum sínum á EM; 50, 100 og 200 metra bringusundi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.