Sport

Anton Sveinn í úrslit í 100 metra bringusundi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
MYND/SSÍ/SIMONE CASTROVILLARI
Anton Sveinn McKee er kominn í úrslit í 100 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow.

Anton var fyrstur eftir fyrri 50 metrana í riðli 1 en endaði að lokum í 4. sæti. Hann synti á 57,35 sekúndum. Þetta er fyrsta sundið á EM þar sem Anton setur ekki Íslandsmet.

Anton var með áttunda besta tímann í undanúrslitunum. Hann syndir í úrslitum á morgun. Ilya Shymanovich frá Hvíta-Rússlandi var með besta tímann, 55,89 sekúndur, sem er jafnframt nýtt Evrópumet.

Í undanrásunum í morgun synti Anton á 57,21 sekúndu og setti Íslandsmet. Hann var með annan besta tímann í undanrásunum. Anton hefur alls sett sex Íslandsmet á EM.

Anton hefur komist í úrslit í öllum þremur greinunum sínum á EM; 50, 100 og 200 metra bringusundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×