Innlent

Öllum leiðum út úr höfuð­borginni mögulega lokað í um sólar­hring

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun.
Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun. vísir/vilhelm

Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar.

„Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin.

Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar.

Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun. vísir/hjalti

Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut.

Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring.

Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.