Erlent

Ský­strókur gleypti í sig eld­tungur í Ástralíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skýstrókurinn gleypti í sig eldtungurnar.
Skýstrókurinn gleypti í sig eldtungurnar. facebook

Miklir skógareldar hafa geisað í Nýja Suður Wales í Ástralíu og er talið að yfir hundrað eldar brenni þar núna. Greint er frá þessu á vef fréttastofu CNN.

Slökkviliðsmenn náðu myndbandi af eldtungunum gleypa í sig há trén og hefur myndbandið vakið ótta í hjörtum fólks. Auk þess birti CNN myndband af því þegar skýstrókur gekk yfir gróðureldana og eldurinn lék um strókinn.



Eldarnir eru taldir mjög skæðir og þurftu slökkviliðsmenn að forða sér undan eldunum þegar þeir urðu stjórnlausir um 75 kílómetrum suðvestur af borginni Sidney. „Það gleður mig að segja ykkur að enginn slasaðist og að trukkurinn okkar varð ekki fyrir skemmdum,“ skrifaði slökkviliðsstöðin í Ingleburn á Facebook síðu sinni.

„Myndbandinu var deilt til að brýna fyrir fólki að hlusta á viðvaranir okkar. Ef þið eruð ekki undir það búin að glíma við eldana ættuð þið að forða ykkur hið snarasta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×