Tíska og hönnun

Fjölmennt á förðunarnámskeiði á Fosshótel

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
150 þátttakendur voru á svokölluðu masterclass námskeiði í förðun.
150 þátttakendur voru á svokölluðu masterclass námskeiði í förðun. Allar myndir/Aldís Pálsdóttir

Á dögunum héldu þær Sara Dögg Johansen og Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir stærsta förðunarnámskeið sem haldið hefur verið hér á landi. „Masterclass“ fræðslan var einn dagur og voru þátttakendur í kringum 150 talsins. Sýndar voru tvær vinsælar farðanir og má sjá þær á myndunum hér fyrir neðan.

Sara Dögg Johansen sýndi ljómandi og fallega „beauty“ förðun Mynd/Aldís Pálsdóttir

Sara og Sigurlaug, betur þekkt sem Silla, eru stofnendur og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School og eru báðar búnar að starfa við förðun í tæpan áratug. Þær hafa flutt nokkra þekkta förðunarfræðinga hingað til landsins vegna förðunarkennslu en þetta er fyrsta opna „masterclass“ námskeiðið sem þær halda og kenna á sjálfar.

Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir sýndi „smokey“ förðun á námskeiðinu. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Námskeiðið var haldið á Fosshótel í Reykjavík og var bæði opið þeim sem hafa áhuga á förðun og einnig förðunarfræðingum sem vildu bæta við sig þekkingu. Færri komust að en vildu og var salurinn fullur. Í albúminu hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók á námskeiðinu. 

Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.