Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2019 16:45 Landsréttur kvað upp dóm sinn fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ernir Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00. Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00.
Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira