Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 16:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið/GVA Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi. Dómsmál Fíkn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira