Innlent

Bíll brann fyrir utan norður­ljósamið­stöðina á Granda

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikill reykur kom frá bílnum í dag.
Mikill reykur kom frá bílnum í dag. Skjáskot
Tilkynnt var um eld í bifreið á Granda í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Eldur hafði þá kviknað í vélarhúsi bifreiðarinnar og hafði ökumaður hennar stöðvað hana fyrir utan The Northern Lights Center á Granda eftir að mikill reykur byrjaði að stíga upp frá bifreiðinni.Engin slys voru á fólki en bifreiðin er talin ónýt. Vel gekk að ná niðurlögum eldsins og er ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Davíð Þór Rodriguez náði af bílnum í dag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.