Innlent

Bíll brann fyrir utan norður­ljósamið­stöðina á Granda

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikill reykur kom frá bílnum í dag.
Mikill reykur kom frá bílnum í dag. Skjáskot

Tilkynnt var um eld í bifreið á Granda í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Eldur hafði þá kviknað í vélarhúsi bifreiðarinnar og hafði ökumaður hennar stöðvað hana fyrir utan The Northern Lights Center á Granda eftir að mikill reykur byrjaði að stíga upp frá bifreiðinni.

Engin slys voru á fólki en bifreiðin er talin ónýt. Vel gekk að ná niðurlögum eldsins og er ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Davíð Þór Rodriguez náði af bílnum í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.