Sport

Conor mun berjast við Cerrone í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er tilbúinn að snúa aftur.
Conor er tilbúinn að snúa aftur. vísir/getty
Það er loksins að verða staðfest að Conor McGregor muni berjast í janúar. Hann skrifaði undir samning um að berjast gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í gærkvöldi.

Conor gaf það út fyrir nokkrum vikum að hann ætlaði sér að berjast þann 18. janúar en nefndi aldrei andstæðing. Það hafði heldur ekki komið staðfesting á því að hann hefði skrifað undir samning um að berjast.

Það barst loksins í gær samkvæmt ESPN, sem er beintengt UFC. Allt stóð á því að Conor skrifaði undir samninginn sem hann og gerði í gær.

Það er aðeins talið formsatriði að fá Cerrone til þess að skrifa undir en hann hefur lengi beðið eftir þessu tækifæri. Hann mun líka loksins fá alvöru launatékka sem margir telja hann eiga skilið enda duglegasti maðurinn í UFC.

Það verður væntanlega staðfest hjá UFC í dag að bardaginn fari fram þannig að fólk getur byrjað að telja niður.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.