Sport

Ótímabundið bann fyrir að lemja andstæðinginn í hausinn með hjálmi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garrett sýndi fordæmalausa hegðun á fimmtudagskvöld
Garrett sýndi fordæmalausa hegðun á fimmtudagskvöld vísir/getty
Myles Garrett, varnarmaður Cleveland Browns í NFL deildinni, hefur verið dæmdur í ótímabundið bann frá NFL eftir að hafa ráðist á andstæðing í leik.

Garrett missti stjórn á skapi sínu í leik Cleveland og Pittsburgh Steelers á fimmtudaginn. Hann reif hjálminn af leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, Mason Rudolph, og lamdi Rudolph svo í höfuðið með hjálminum.

Slagsmál brutust út í kjölfar leiksins og voru bæði lið sektuð um 250 þúsund bandaríkjadali vegna þess.

Garrett var dæmdur í ótímabundið, launalaust bann. Hann mun ekkert taka meiri þátt í NFL deildinni í vetur. Hann þarf að sitja fund með forráðamönnum deildarinnar að tímabili loknu áður en hann fær leyfi til þess að snúa aftur.

Maurkice Pouncey hjá Steelers var dæmdur í þriggja leikja launalaust bann og Larry Ogunjobi hjá Browns fékk eins leiks launalaust bann fyrir þeirra hlut í slagsmálunum.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×