Sport

Ótímabundið bann fyrir að lemja andstæðinginn í hausinn með hjálmi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garrett sýndi fordæmalausa hegðun á fimmtudagskvöld
Garrett sýndi fordæmalausa hegðun á fimmtudagskvöld vísir/getty

Myles Garrett, varnarmaður Cleveland Browns í NFL deildinni, hefur verið dæmdur í ótímabundið bann frá NFL eftir að hafa ráðist á andstæðing í leik.

Garrett missti stjórn á skapi sínu í leik Cleveland og Pittsburgh Steelers á fimmtudaginn. Hann reif hjálminn af leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, Mason Rudolph, og lamdi Rudolph svo í höfuðið með hjálminum.

Slagsmál brutust út í kjölfar leiksins og voru bæði lið sektuð um 250 þúsund bandaríkjadali vegna þess.

Garrett var dæmdur í ótímabundið, launalaust bann. Hann mun ekkert taka meiri þátt í NFL deildinni í vetur. Hann þarf að sitja fund með forráðamönnum deildarinnar að tímabili loknu áður en hann fær leyfi til þess að snúa aftur.

Maurkice Pouncey hjá Steelers var dæmdur í þriggja leikja launalaust bann og Larry Ogunjobi hjá Browns fékk eins leiks launalaust bann fyrir þeirra hlut í slagsmálunum.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.