Sport

Í beinni í dag: Undankeppni EM og tveir leikir í NFL

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling, Haukur og Brady verða í beinni í dag.
Sterling, Haukur og Brady verða í beinni í dag. vísir/getty/vilhelm

Níu beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá fótbolta, handbolta, golfi, Formúlu 1 og NFL.

Þrír leikir í undankeppni EM 2020 verða sýndir beint og þá verður leikur Moldóvu og Íslands sýndur klukkan 23:00.

Serbía verður að vinna Úkraínu til að eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli og treysta á að Lúxemborg geri Portúgal grikk á sama tíma.

England sækir Kósóvó heim í lokaleik sínum í A-riðli. Englendingar tryggðu sér sæti á EM með 7-0 sigri á Svartfellingum á fimmtudaginn. England vann fyrri leikinn gegn Kósóvó, 5-3.

Þá tekur Albanía á móti heimsmeisturum Frakklands í H-riðli sem Ísland er í. Frakkar eru komnir á EM og eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Albanir geta endað í 3. sæti ef þeir vinna Frakka og Íslendingar tapa fyrir Moldóvum.

Íslandsmeistarar Selfoss taka á móti Fram í Olís-deild karla. Selfyssingar eru í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig en Framarar í því níunda með sjö stig.

Brasilíukappaksturinn, næstsíðasta keppni ársins í Formúlu 1, fer fram í dag. Max Verstappen á Red Bull verður á ráslínu.

Sýnt verður frá tveimur golfmótum í dag; Nedbank Golf Challenge á Evrópumótaröðinni og Mayakoba Golf Classic á PGA-mótaröðinni.

Þá verða tveir flottir leikir í NFL-deildinni sýndir. Houston Texans tekur á móti Baltimore Ravens og Tom Brady og félagar í New England Patriots sækja Philadelphia Eagles heim.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
07:00 Nedbank Golf Challenge, Golf
13:50 Serbía - Úkraína, Sport
16:50 Kósóvó - England, Sport
16:50 Formúla 1 Brasilía, Sport 2
17:55 Baltimore Ravens - Houston Texans, Sport 4
19:00 Mayakoba Golf Classic, Golf
19:20 Selfoss - Fram, Sport 3
19:35 Albanía - Frakkland, Sport
21:20 Philadelphia Eagles - New England Patriots, Sport 2
21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport
23:00 Moldóva - Ísland, SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.