Bíó og sjónvarp

Fimmtíu mínútna samtal Brad Pitt og Adam Sandler slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brad Pitt og Adam Sandler fóru vel yfir málin.
Brad Pitt og Adam Sandler fóru vel yfir málin.

Leikararnir Brad Pitt og Adam Sandler mættu í myndver Variety til að taka þátt í lið sem kallast Actors on Actors.

Þar spjalla þeir einfaldlega saman í fimmtíu mínútur og sitja hvor á móti öðrum.

Samtalið fer víða og meðal annars ræða þeir um nýjustu verkefni sín og ferilinn í heild sinni. Pitt fer til að mynda ítarlega yfir samband sitt við leikstjórann Quentin Tarantino en hann fór með eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu mynd hans Once Upon a Time ... in Hollywood.

Sandler þekkir Tarantino einnig nokkuð vel en þeir störfuðu lítillega saman á sínum tíma í Saturday Night Live.

Samtal leikaranna hefur slegið í gegn á YouTube og þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 1,3 milljón sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.