Innlent

Fékk veiðarfæri í skrúfuna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gísli Jóns er með skipið í togi
Gísli Jóns er með skipið í togi Mynd/Landsbjörg

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði var kallað út um klukkan sex í kvöld vegna rækjuveiðiskips sem hafði fengið veiðafæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli.

Tveir eru um borð í skipinu sem var við veiðar í Inndjúpinu en engin slys voru á fólki að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Það tók áhöfnina á Gísla Jóns um einn og hálfan tíma að sigla inn Djúpið að rækjuveiðiskipinu, áhöfnin tók skipið í tog og er á leiðinni með það til Ísafjarðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.