Innlent

Tveir menn réðust á mann í Efra-Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt.
Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt. vísir/vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í Efra-Breiðholti um klukkan hálf þrjú í nótt.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir menn hafi veitt manni áverka og voru árásarmennirnir farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði.

Maðurinn sem ráðist var á kvaðst þekkja til mannanna, en hann var fluttur á bráðadeild Landspítalans og er ekki vitað um áverka.

Í dagbók lögreglu segir einnig að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.