Innlent

Tveir menn réðust á mann í Efra-Breið­holti

Atli Ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt.
Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt. vísir/vilhelm
Tilkynnt var um líkamsárás í Efra-Breiðholti um klukkan hálf þrjú í nótt.Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir menn hafi veitt manni áverka og voru árásarmennirnir farnir af vettvangi er lögreglu bar að garði.Maðurinn sem ráðist var á kvaðst þekkja til mannanna, en hann var fluttur á bráðadeild Landspítalans og er ekki vitað um áverka.Í dagbók lögreglu segir einnig að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af fjölda manna sem óku undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.