Fótbolti

Leik­menn Rea­ding og Manchester City af­greiddu U20-strákanna okkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk í kvöld.
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/getty
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U20-ára og yngri tapaði 3-0 fyrir Englandi er liðin mættust í vináttuleik á Englandi í kvöld.Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gengu heimamenn á lagið. Fyrsta markið skoraði Danny Loader á 50. mínútu en hann er framherji Reading í ensku B-deildinni.Ian Poveda Ocampo tvöfaldaði forystuna á 71. mínútu en hann hefur verið í aademíu Man. City frá árinu 2016. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í bikarleik gegn Burton í janúar.Ocampo var ekki hættur þvi hann bætti við öðru marki sínu og þriðja mark Englendinga tveimur mínútum síðar og lokatölur 3-0.Byrjunarlið Íslands í kvöld: Elías Rafn Ólafsson - Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímateus Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Davíð Ingvarsson - Kolbeinn Þórðarson, Alex Þór Hauksson, Daníel Hafsteinsson - Kolbeinn Birgir Finnsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Valdimar Þór Ingimundarson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.