Fótbolti

Leik­menn Rea­ding og Manchester City af­greiddu U20-strákanna okkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk í kvöld.
Ian Poveda Ocampo skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/getty

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum U20-ára og yngri tapaði 3-0 fyrir Englandi er liðin mættust í vináttuleik á Englandi í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gengu heimamenn á lagið. Fyrsta markið skoraði Danny Loader á 50. mínútu en hann er framherji Reading í ensku B-deildinni.

Ian Poveda Ocampo tvöfaldaði forystuna á 71. mínútu en hann hefur verið í aademíu Man. City frá árinu 2016. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í bikarleik gegn Burton í janúar.

Ocampo var ekki hættur þvi hann bætti við öðru marki sínu og þriðja mark Englendinga tveimur mínútum síðar og lokatölur 3-0.

Byrjunarlið Íslands í kvöld: Elías Rafn Ólafsson - Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímateus Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Davíð Ingvarsson - Kolbeinn Þórðarson, Alex Þór Hauksson, Daníel Hafsteinsson - Kolbeinn Birgir Finnsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Valdimar Þór Ingimundarson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.