Erlent

Yfir­völd í Kú­veit grípa til að­gerða gegn þræla­sölum á Insta­gram

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjölmargar konur voru auglýstar á þrælamörkuðum  á netinu.
Fjölmargar konur voru auglýstar á þrælamörkuðum á netinu. skjáskot
Yfirvöld í Kúveit segja að búið sé að boða eigendur nokkurra samfélagsmiðlaaðganga sem notaðir voru til að selja húshjálpir sem þræla. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Rannsókn á vegum fréttastofu BBC Arabic leiddi það í ljós að verið væri að nota snjallforrit, sem Google og Apple veita aðgang að, sem þrælamarkað. Á meðal þessara forrita er Instagram, sem er í eigu Facebook.

Konur voru boðnar upp með notkun myllumerkja, líkt og „maids for transfer“ og „maids for sale.“





Yfirvöld segja að þeir sem hafi haft eitthvað með þetta að gera hafi verið látnir taka auglýsingarnar niður. Aðilar að málinu voru einnig látnir skrifa undir samþykkt að þeir myndu ekki taka þátt í þrælasölu aftur.

Þá sagði Instagram að tekið hafi verið á vandanum síðan BBC hafði samband við veituna. Búið væri að fjarlægja svipað efni bæði á Facebook og Instagram auk þess sem síðurnar munu hindra að aðgangar verði búnir til sem ætlað er að nota til þrælasölu á veraldarvefnum.

Margir aðgangarnir sem voru mest notaðir við kaup og sölu á húshjálpunum virðast ekki lengur virkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×