Innlent

Bein út­sending: Byrgjum brunninn, bjarg­ráð og for­varnir

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðstefnan hefst klukkan 13.
Ráðstefnan hefst klukkan 13.
Byrgjum brunninn, bjargráð og forvarnir er yfirskrift ráðstefnu Kennarasambands Íslands um vinnuumhverfismál sem haldin verður á Hótel Natura í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með henni í spilaranum að neðan.

„Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er prófessor Ingibjörg H. Jónsdóttir í Gautaborg sem unnið hefur að viðamiklum rannsóknum á orsökum og afleiðingum streitu.

Með ráðstefnunni vill Kennarasambandið leggja áherslu á þau bjargráð og forvarnir sem nýta má til að auka velferð þeirra sem starfa í skólum landsins og varpa ljósi á mikilvægi sálfélagslegs vinnuumhverfis,“ segir í tilkynningu frá KÍ.



Dagskrá

13:00 Setning Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands

13:05 Streita og streitutengd vandamál. Nýjustu rannsóknir um orsakir, afleiðingar og úrræði. Prófessor INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR forstöðumaður, Institutet för stressmedicin, Gautaborg.

14:20 Kaffihlé

14:45 Tökum þetta á seiglunni - eða hvað? Ingibjörg Loftsdóttir sviðstjóri hjá VIRK

15:15 Að sníða sér stakk eftir vexti, draumavinnuumhverfi leikskólakennara Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri Heilsuleikskólanum Urðarhóli

15:25 Samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust Leifur Garðarsson skólastjóri Áslandsskóla

15:35 Hlýja, hlustun, hagur - ábyrgð stjórnenda á vinnuumhverfi kennara Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga

15:45 Rými í tíma og rúmi, önnur störf og gæðakennsla Petrea Óskarsdóttir tónlistarkennari í Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar

15:55 Lífsgæði, heilsuhegðun og hagnýt bjargráð. Hvernig höldum við hamingju og gleði í krefjandi stöðu? Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur

16:40 Hundur í óskilum

17:00 Ráðstefnuslit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×