Erlent

Demó­kratar fögnuðu sigri

Atli Ísleifsson skrifar
Andy Beshear verður næsti ríkisstjóri Kentucky.
Andy Beshear verður næsti ríkisstjóri Kentucky. Getty
Demókratar í Bandaríkjunum fögnuðu sigri í kosningum sem fram fóru í gær en kosið var um ríkisstjóra og þingmenn á nokkrum ríkisþingum landsins.

Demókratinn Andy Beshear verður þannig næsti ríkisstjóri Kentucky en ríkið hefur ávallt hallað sér meira að Repúblikönum. Beshear hafði betur gegn sitjandi ríkisstjóra, Matt Bevin, eftir að talning leiddi í ljós að forskot hans á Bevin hafi verið 0,4 prósent. Bevin hefur þó enn ekki lýst yfir ósigri.

Þá náðu Demókratar meirihluta á ríkisþinginu í Virginíu í fyrsta sinn í tuttugu ár.

Úrslitin þykja ákveðin mælistika á komandi forsetakosningar og eru þannig túlkuð sem ósigur fyrir Donald Trump forseta sem lagði sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu frambjóðenda Repúblikana.

Repúblikanar unnu þó ríkisstjórastólinn í Mississippi þar sem afar mjótt var á munum í kosningabaráttunni. Hafði Tate Reeves betur gegn Demókratanum Jim Hood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×