Erlent

Ítalir fyrstir til að taka upp sér­staka loft­lags­kennslu í skólum

Atli Ísleifsson skrifar
Lorenzo Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum.
Lorenzo Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum. Getty

Frá og með næsta skólaári munu ítölsk gunnskólabörn læra um sérstaklega um loftslagsbreytingar í skólanum. Ítalir verða með þessu fyrstir í heiminum til að taka upp slíka kennslu í námsskrá.

Ný ríkisstjórn landsins hefur nú verið við völd í um tvo mánuði og er þetta liður í „grænum skrefum“ hennar. Að minnsta kosti 33 kennslustundir á ári skulu varðar til kennslu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun í öllum ríkisreknum grunnskólum frá og með næsta hausti.

Menntamálaráðherrann Lorenzo Fioramonti segir að þættir er varða umhverfið eigi einnig að geta komið inn í stærðfræðikennslu, landafræði og eðlisfræði. „Ítalska menntakerfið verður það fyrsta í sögunni til gera umhverfismál og samfélagið í heild að miðpunkti alls,“ segir Fioramonti.

Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum. Þannig hafnaði tillaga hans um hærri skatta á plastvörur í fjárlögum næsta árs. Hann hefur sömuleiðis lagt til hærri skatta á flugmiða, auk þess að hvetja grunnskólanemendur til að taka þátt í svokölluðu loftslagsverkfalli.

Ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins tók við völdum í september síðastliðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.