Erlent

Ítalir fyrstir til að taka upp sér­staka loft­lags­kennslu í skólum

Atli Ísleifsson skrifar
Lorenzo Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum.
Lorenzo Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum. Getty
Frá og með næsta skólaári munu ítölsk gunnskólabörn læra um sérstaklega um loftslagsbreytingar í skólanum. Ítalir verða með þessu fyrstir í heiminum til að taka upp slíka kennslu í námsskrá.

Ný ríkisstjórn landsins hefur nú verið við völd í um tvo mánuði og er þetta liður í „grænum skrefum“ hennar. Að minnsta kosti 33 kennslustundir á ári skulu varðar til kennslu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun í öllum ríkisreknum grunnskólum frá og með næsta hausti.

Menntamálaráðherrann Lorenzo Fioramonti segir að þættir er varða umhverfið eigi einnig að geta komið inn í stærðfræðikennslu, landafræði og eðlisfræði. „Ítalska menntakerfið verður það fyrsta í sögunni til gera umhverfismál og samfélagið í heild að miðpunkti alls,“ segir Fioramonti.

Fioramonti tilheyrir Fimm stjörnu hreyfingunni og hefur hann lagt sérstaka áherslu á umhverfismál í öllum málflutningi sínum. Þannig hafnaði tillaga hans um hærri skatta á plastvörur í fjárlögum næsta árs. Hann hefur sömuleiðis lagt til hærri skatta á flugmiða, auk þess að hvetja grunnskólanemendur til að taka þátt í svokölluðu loftslagsverkfalli.

Ríkisstjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins tók við völdum í september síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×