Sport

Í beinni í dag: Stór­leikur í DHL-höllinni og Domino's Körfu­bolta­kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og hans menn verða í eldlínunni í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson og hans menn verða í eldlínunni í kvöld. VÍSIR/BÁRA
Það er körfuboltaveisla á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld en sex tíma körfuboltaveisla verður á skjánum í kvöld. Í nótt er það svo golfmót frá Japan.

Veislan hefts í Origo-höllinni þar sem Njarðvík er í heimsókn hjá Valsmönnum en afleitlega hefur gengið hjá þeim grænklæddu það sem af er leiktíð.

Þeir hafa einungis unnið einn leik af fyrstu fimm en betur hefur gengið hjá Valsmönnum sem eru með sex stig af tíu mögulegum. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar.

Það er svo stórleikur í DHL-höllinni þar sem Tindastóll heimsækir sexfalda Íslandsmeistara KR. Vesturbæingar töpuðu sínum fyrsta leik í síðustu umferð er þeir töpuðu fyrir ÍR en Tindastóll er með sex stig af tíu mögulegum.

Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans gera svo upp umferðina í kvöld er Domino’s Körfuboltakvöld fer af stað klukkan 22.10.

TOTO meistaramótið heldur svo áfram er annar hringur mótsins fer fram. Útsending hefst klukkan 03.00 á Stöð 2 Golf.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og útsendingar næstu daga má sjá hér að neðan.

Beinar útsendingar í dag:

18.20 Valur - Njarðvík (Stöð 2 Sport)

20.10 KR - Tindastóll (Stöð 2 Sport)

22.10 Domino’s Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)

03.00 TOTO Japan meistaramótið (Stöð 2 Golf)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×