Madridingar léku sér að Eibar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins
Markaskorarar kvöldsins vísir/getty
Real Madrid átti ekki í nokkrum einustu vandræðum með Eibar þegar liðin mættust á heimavelli síðarnefnda liðsins í La Liga í dag.Það var snemma ljóst í hvað stefndi því eftir hálftíma leik var staðan orðin 0-3 fyrir gestina. Karim Benzema með tvö markanna en Sergio Ramos eitt. Mark Ramos úr vítaspyrnu og sömuleiðis síðara mark Benzema.Federico Valverde rak síðasta naglann í kistu Eibar þegar hann skoraði eftir undirbúning Luka Modric á 61.mínútu.Real Madrid þar með komið í efsta sæti deildarinnar en Barcelona getur reyndar endurheimt toppsætið innan skamms þegar Börsungar fá Celta Vigo í heimsókn klukkan 20 í kvöld.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.