Handbolti

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið og verður frá í átta vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Þorgeir er á sínu öðru tímabili hjá Kiel.
Gísli Þorgeir er á sínu öðru tímabili hjá Kiel. vísir/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Að því er fram kemur á heimasíðu Kiel verður Gísli frá í átta vikur vegna meiðslanna. Hann þarf þó ekki að fara í aðgerð.

Gísli meiddist á vinstri öxl en hann hefur áður glímt við meiðsli á þeirri hægri.

Ljóst er að Gísli verður í kapphlaupi við tímann að verða klár í slaginn fyrir Evrópumótið í janúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Danmörku 11. janúar.

Kiel á 15 leiki eftir fram að áramótum.


Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axarlið í kvöld er hann meiddist illa í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýska handboltanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.