Handbolti

Kristján og Alexander sóttu sigur gegn Kiel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján á hliðarlínunni í kvöld.
Kristján á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen gerði sér lítið fyrir og lagði Kiel, 26-25, er liðin mættust í stórleik í þýska handboltanum í dag.

Kiel var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, en heimamenn í Löwen gengu á lagið í síðari hálfleik. Sigurmarkið kom 30 sekúndum fyrir leikslok er Uwe Gensheimer skoraði.

Ljónin eru nú með sextán stig í fimmta sætinu, jafn mörg og Kiel sem er í öðru sætinu, en Kiel á þó tvo leiki til góða.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir lærisveina Kristjáns Andréssonar en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel.

Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað fyrir er liðið gerði jafntefli við Oddi Grétarsson og félaga í Balingen, 25-25. Stuttgart er með sex stig en Balingen átta.

Bergrischer vann spennusigur á Erlangen, 25-24. Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Bergrischer en Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen.

Bergrischer er með ellefu stig í 10. sæti deildarinnar en Erlangen er í 12. sætinu með stigi minna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.