Handbolti

Kristján og Alexander sóttu sigur gegn Kiel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján á hliðarlínunni í kvöld.
Kristján á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen gerði sér lítið fyrir og lagði Kiel, 26-25, er liðin mættust í stórleik í þýska handboltanum í dag.Kiel var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, en heimamenn í Löwen gengu á lagið í síðari hálfleik. Sigurmarkið kom 30 sekúndum fyrir leikslok er Uwe Gensheimer skoraði.Ljónin eru nú með sextán stig í fimmta sætinu, jafn mörg og Kiel sem er í öðru sætinu, en Kiel á þó tvo leiki til góða.Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir lærisveina Kristjáns Andréssonar en Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel.Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað fyrir er liðið gerði jafntefli við Oddi Grétarsson og félaga í Balingen, 25-25. Stuttgart er með sex stig en Balingen átta.Bergrischer vann spennusigur á Erlangen, 25-24. Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir Bergrischer en Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leikmannahópnum. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Erlangen.Bergrischer er með ellefu stig í 10. sæti deildarinnar en Erlangen er í 12. sætinu með stigi minna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.