Handbolti

Tár á hvarmi Gísla er hann var leiddur af velli: Kiel sendi honum kveðju á Twitter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli í leik fyrr á tímabilinu.
Gísli í leik fyrr á tímabilinu. vísr/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli er tæpar tíu mínútur voru eftir af stórleik Kiel og Rhein Neckar-Löwen í þýska boltanum í kvöld.

Ljónin höfðu betur geng Kiel en Löwen hefur farið brösuglega af stað. Uwe Gensheimer skoraði sigurmarkið er um 50 sekúndur voru eftir af leiknum.

Gísli meiddist hins vegar á 53. mínútu og var leiddur af velli með tár á kinn en hann virtist skella illa í gólfinu.

„Það mikilvægasta er: Góðan bata, Gísli!“ skrifaði félagið á Twitter-síðu sína eftir tapið í kvöld.

Gísli hefur verið mikið meiddur frá því að hann gekk í raðir þýska stórliðsins síðasta sumar og vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg.

Rúnar Kárason, leikmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku, segir á Twitter-síðu sinni að lýsendurnar í danska sjónvarpinu hafi ekki litist á blikuna.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar eftir tapið í kvöld, með jafn mörg stig og Löwen, sem er í fimmta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.