Handbolti

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli í leik með Kiel fyrr á leiktíðinni.
Gísli í leik með Kiel fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axarlið í kvöld er hann meiddist illa í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýska handboltanum.

Heimasíða Kiel sagði frá þessu í kvöld en Vísir greindi frá meiðslum Gísla fyrr í kvöld sem virtist sárþjáður er hann yfirgaf höllina.

Læknar komu öxl Gísla aftur í liðin en það komi fyrst í ljós á morgun hvort að liðbönd í öxlinni hafi skaddast segir í frétt Morgunblaðsins.

Evrópumótið er framundan en Gísli kom vel inn í leik íslenska liðsins í æfingarleikjum gegn gegn Svíþjóð á dögunum.

Óvíst er hvort að hann verði klár í slaginn í janúar en það ætti að skýrast betur með nánari myndatökum á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.