Fótbolti

Elías Már skoraði tvö og var hetjan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Már fagnar í kvöld.
Elías Már fagnar í kvöld. vísir/getty

Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann ótrúlegan 5-4 sigur á FC Eindhoven í níu marka leik í hollensku B-deildinni.

Eindhoven náði í þrígang forystunni í fyrri hálfleik en Elías Már jafnaði í 3-3 á 38. mínútu.

Sigurmarkið skoraði svo Keflvíkingurinn þrettán mínútum fyrir leikslok en Excelsior er í 5. sæti deildarinnar með 24 stig.Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn í 3-1 tapi Jagiellonia Bialystok gegn Piast Gliwice á útivelli í pólsku úrvalsdeildinni.

Böðvar fékk tækifærið í síðustu umferð og spilaði vel þegar Jagiellonia vann góðan sigur. Þeir eru í 7. sæti deildarinnar eftir tap kvöldsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.