Fótbolti

Tap hjá Heimi og Birki í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi.
Birkir í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi. Vísir/Getty

Birkir Bjarnason gekk til liðs við Al-Arabi á dögunum á frjálsri sölu eftir að hafa verið án félags í nokkurn tíma. Þjálfari Al-Arabi er að sjálfsögðu Heimir Hallgrímsson og þá er Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, einnig hjá liðinu en hann varð fyrir meiðslum nýverið og á Birkir að leysa hann af á miðju liðsins. Þá er Bjarki Már Ólafsson aðstoðarþjálfari liðsins.

Birkir fékk enga draumabyrjun í búning Al-Arabi en hann ber númerið 67 á bakinu. Liðið lá á heimavelli gegn Al-Gharafa í dag, lokatölur 1-0 gestunum í vil en þeir klúðruðu einnig vítaspyrnu í leiknum. Var þetta fyrsta tap Al-Arabi í deildinni á leiktíðinni.

Tapið þýðir að Al-Gharafa fer upp fyrir Al-Arabi í töflunni og situr nú í 3. sætinu á meðan lærisveinar Heimis sitja í 4. sæti með 13 stig eftir sex leiki. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.