Fótbolti

Tap hjá Heimi og Birki í Katar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi.
Birkir í leik með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason gekk til liðs við Al-Arabi á dögunum á frjálsri sölu eftir að hafa verið án félags í nokkurn tíma. Þjálfari Al-Arabi er að sjálfsögðu Heimir Hallgrímsson og þá er Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, einnig hjá liðinu en hann varð fyrir meiðslum nýverið og á Birkir að leysa hann af á miðju liðsins. Þá er Bjarki Már Ólafsson aðstoðarþjálfari liðsins.

Birkir fékk enga draumabyrjun í búning Al-Arabi en hann ber númerið 67 á bakinu. Liðið lá á heimavelli gegn Al-Gharafa í dag, lokatölur 1-0 gestunum í vil en þeir klúðruðu einnig vítaspyrnu í leiknum. Var þetta fyrsta tap Al-Arabi í deildinni á leiktíðinni.

Tapið þýðir að Al-Gharafa fer upp fyrir Al-Arabi í töflunni og situr nú í 3. sætinu á meðan lærisveinar Heimis sitja í 4. sæti með 13 stig eftir sex leiki. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×