Sport

Í beinni í dag: Manchester United, Arsenal og sex­faldir Ís­lands­meistarar KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fólk getur verið við límt við sófann í kvöld.
Fólk getur verið við límt við sófann í kvöld. vísir/samsett/getty/bára

Það er sem fyrr mikið um dýrðir á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Evrópudeildin og Dominos-deild karla má sjá á skjánum í kvöld áður en golfið hefst í nótt.

Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar en þeir heimsækja Belgrad í dag þar sem liðið mætir heimamönnum í Partizan.

Þetta er toppslagur í L-riðli Evrópudeildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Á sama tíma mætast AZ Alkmaar og Astana.

Það verður ekki Íslendingaslagur því Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjósson eru báðir á meiðslalistanum. Astana er á botni riðilsins án stiga en AZ er með tvö stig.

Klukkan 18.50 hefjast svo útsendingar frá tveimur öðrum leikjum í Evrópudeildinni. Arsenal hefur farið á kostum í Evrópudeildinni skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig en þeir mæta botnliði riðilsins, Vitoria frá Portúgal sem er án stiga.

Á sama tíma er sýnt frá leik Celtic og Lazio í E-riðli. Lazio hefur einungis unnið einn af fyrstu tveimur leikjunum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en skosku meistararnir eru með fjögur stig.

Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með sex stig. Þeir fá Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld en Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð.

Í nótt verða svo sýnt frá tveimur golfmótum; annars vegar Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan þar sem margir bestu bestu keppendur heims taka þátt og hins vegar LPGA-mótaröðinni í kvennaflokki þar sem einnig þær bestu eru með.

Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
16.45 AZ Alkmaar - Astana (Stöð 2 Sport)
16.45 Partizan Belgrad - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
18.50 Arsenal - Vitoria (Stöð 2 Sport)
18.50 Celtic - Lazio (Stöð 2 Sport 2)
19.05 KR - Þór Þorlákshöfn (Stöð 2 Sport 3)
04.00 The Zozo Championship (Stöð 2 Golf)
05.00 LPGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.