Erlent

Útlit fyrir að ESB samþykki frestun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Johnson var ósáttur á breska þinginu í dag.
Johnson var ósáttur á breska þinginu í dag. AP/Jessica Taylor
Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu.Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag.Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið.Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag:„Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.